Tveir Forlagshöfundar, Margrét Tryggvadóttir og Þórarinn Eldjárn, hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár. Margrét hlaut verðlaun í flokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir og Þórarinn hlaut verðlaun í flokki þýddra bóka fyrir þýðingu sína á Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við nokkuð óvenjulegar aðstæður í ár vegna Covid-19. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti höfundunum verðlaunin í Höfða en í stað hefðbundinnar móttöku var brugðið á það ráð að kvikmynda athöfnina til að fleiri mættu njóta og fagna með höfundunum. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Tinna Ásgeirsdóttir, Ásmundur Kristberg Örnólfsson, Helga Birgisdóttir, Karl Jóhann Jónsson og Valgerður Sigurðardóttir.
Hér er hægt að sjá verðlaunaafhendinguna.