Gunnar Helgason

Mamma klikk tilnefnd til verðlauna!

Íslenska dóm­nefnd Barna- og ung­linga­bóka­verðlauna Vestn­or­ræna ráðsins hef­ur til­nefnt bók­ina Mamma klikk eft­ir Gunn­ar Helga­son til verðlaun­anna árið 2016.

Verðlaun­in hafa verið veitt annað hvert ár frá ár­inu 2002 og er nú til­nefnt til þeirra í átt­unda skipti. Þau hljóta barna- eða ung­linga­bók sem þykir bera af öðrum sam­bæri­leg­um bók­um sem gefn­ar hafa verið út í Fær­eyj­um, Græn­landi eða Íslandi, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar seg­ir meðal ann­ars:

Bók­in seg­ir frá Stellu, sem er al­veg að verða þrett­án ára, og sam­bandi henn­ar við móður sína, sem hún kall­ar mömmu klikk. Stella er venju­leg­ur ung­ling­ur og þarf að kljást við vanda­mál sem fylgja því að vera þrett­án ára stelpa: Kynþrosk­ann, vin­kvenna­vanda­mál, sjálfs­mynd­ina og von­lausa for­eldra. En ekki er allt sem sýn­ist; líf Stellu er flókn­ara en það virðist í fyrstu og kannski er mamma ekki al­veg jafn klikk og hún kann að virðast.

Í Mömmu klikk hljóm­ar sögu­manns­rödd sem fær sjald­an að heyr­ast en á svo sann­ar­lega er­indi við les­end­ur á öll­um aldri. Bók­in er skrifuð með virðingu fyr­ir les­and­an­um í fyr­ir­rúmi. Stella seg­ir sögu sína sjálf, á ein­læg­an hátt, þótt hún segi les­and­an­um ekki allt. Mamma klikk er skáld­saga fyr­ir ung­linga þar sem bók­mennta­leg­ir eig­in­leik­ar list­forms­ins eru nýtt­ir til hins ýtr­asta, sjón­ar­horn sögu­manns­ins og sam­band hans við les­and­ann eru lyk­ill­inn að því hversu vel sag­an er heppnuð. Í bók­inni er tek­ist á við hina ei­lífu spurn­ingu: Hvað er venju­legt? Svarið er hugs­an­lega ekki til, en leit­in að því er sett fram með húm­or og kænsku, þar sem les­and­inn er ít­rekað þvingaður til þess að end­ur­meta stöðu mála og eig­in af­stöðu, þegar nýj­ar upp­lýs­ing­ar bæt­ast við vel byggða fléttu. Les­and­an­um er treyst til þess að nota eig­in dómgreind til þess að draga lær­dóm af sögu Stellu.

Mamma klikk eft­ir Gunn­ar Helga­son er skrifuð af ein­lægni og stíl­fimi og tek­ur á al­var­leg­um mál­um. Ung­ir les­end­ur eru tekn­ir al­var­lega og sag­an býður þeim upp á lestr­ar­reynslu sem krefst þess að þeir nýti eig­in túlk­un­ar­hæfi­leika.

Íslensku dóm­nefnd­ina skipa formaður Hild­ur Ýr Ísberg, bók­mennta­fræðing­ur og doktorsnemi, Jón Yngvi Jó­hanns­son bók­mennta­fræðing­ur og doktorsnemi, og Halla Þór­laug Óskars­dótt­ir, list­fræðing­ur og rit­höf­und­ur

Árið 2002 hlaut bók­in Sag­an af bláa hnett­in­um eft­ir Andra Snæ Magna­son verðlaun­in, árið 2004 bók­in Eng­ill í vest­ur­bæn­um eft­ir Krist­ínu Steins­dótt­ur og Höllu Sól­veigu Þor­geirs­dótt­ur, árið 2006 hlaut fær­eyska bók­in Hund­ur­inn, kött­ur­inn og mús­in eft­ir Bárð Osk­ars­son verðlaun­in, árið 2008 fékk Krist­ín Helga Gunn­ars­dótt­ir verðlaun­in fyr­ir bók­ina Drauga­slóð, 2010 hlaut Gerður Krist­ný verðlaun­in fyr­ir Garðinn, 2012 hlaut Lars-Pele Bert­hel­sen fyr­ir bók­ina Sag­an um Kaassali (Kassali­mik oqaluttu­aq), og í fyrra hlaut Andri Snær Magna­son verðlaun­in, og í annað skiptið í sögu verðlaun­anna, fyr­ir bók­ina Tímak­ist­an.

INNskráning

Nýskráning