Í tilefni útgáfu bókarinnar 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá mun höfundur hennar, hagfræðingurinn Ha-Joon Chang, halda erindi í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 6. september kl. 14.
Í pallborði verða Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og heiðursdoktor við HÍ, Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar og Páll Skúlason, prófessor í heimspeki. Fundarstjóri verður Björn Þorsteinsson, heimspekingur.
Ha-Joon Chang er sérfræðingur í þróunarhagfræði og dósent í stjórnmálahagfræði þróunarlanda við háskólann í Cambridge. Hann hefur ritað nokkrar bækur og fjölda greina um hagfræði, bæði fræðilegar og á léttari nótum, til dæmis Kicking Away the Ladder og Bad Samaritans. Í 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá eru viðteknar hugmyndir okkar um hag- og stjórnkerfi heimsins teknar fyrir ein af annarri og sýnt fram á að þær standast ekki skoðun. Í bókinni sýnir Ha-Joon Chang fram á að hægt er að breyta til, fara aðrar og betri leiðir til að bæta samfélagið – og endurskoða margt sem almennt er talið satt og rétt.
Bókin hefur vakið gífurlega athygli hvar sem hún hefur verið gefin út enda þykir hún djörf, auðskilin, áhrifamikil og efnið sett fram á húmorískan hátt.
Allir velkomnir á málstofu!