Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni

Mál málanna

Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum þessa dagana en loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Þar virðast þjóðarleiðtogar vera sammála um að grípa þurfi í taumana eigi að snúa við þeirri óheillaþróun sem nú ógnar jörðinni. En þetta eru flókin mál og ekki víst að allir geti útskýrt fyrir forvitnu smáfólki um hvað þau snúast. Þá er heppilegt að nýlega kom út bók eftir einn virtasta jöklafræðing veraldar, Helga Björnsson, sem fjallar einmitt um þetta: jökla og ís á jörðinni og loftslagsbreytingar sem ógna jafnvægi þeirra. Textinn er settur upp sem spurningar og svör og er ríkulega myndskreyttur með skondnum og skýrandi teikningum eftir Þórarin Má Baldursson. Farið er vítt og breitt um efnið þannig að börn frá 8 ára aldri ættu að geta tileinkað sér það en allra best er að foreldrar og börn lesi bókina saman, sér til fróðleiks og brýningar.

INNskráning

Nýskráning