Aftur á kreik

Má hlæja að Hitler?

Á dögunum gaf Forlagið út bókin Aftur á kreik sem hefur sannarlega vakið umtal undanfarna daga og sömuleiðis hlotið prýðisgóðan dóm, heilar fjórar stjörnur, í Fréttablaðinu.

Aftur á kreik segir frá því þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag árið 2011 í almenningsgarði í Berlín eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Hann veit ekkert hvað hefur gerst í millitíðinni en hyggst halda sínu striki hvað sem á dynur. Þeir sem að á vegi hans verða telja að hér sé snjall leikari á ferð og hann vekur hvarvetna hrifningu fyrir sannfærandi gervi og ótrúlega innlifun í hlutverk Foringjans. Fljótlega kemst hann í kynni við framleiðendur skemmtiþáttar í sjónvarpinu og fær þar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann slær í gegn og myndskeið með ræðuhöldum hans slá öll áhorfsmet á YouTube. Leiðin virðist greið á ný.

Í dómi Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu segir m.a.

„Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur kreik er sterk háðsádeila sem við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans sér víða hljómgrunn samtímanum, ekki síst þegar móti blæs efnahags og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes samhengi við fréttir dagsins dag og heimsmynd framtíðarinnar … Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi … bráðfyndin háðsádeila sem spila á siðferðiskennd og samvisku lesandans.“

Í byrjun vikunnar tilkynnti þýski útgefandi bókarinnar að von væri á kvikmynd byggðri á bókinni sem frumsýnd verður í byrjun október. Auglýsingaplakat myndarinnar má sjá hér að neðan:

INNskráning

Nýskráning