Ragnar Th.

Ljósið, ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar

Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson opnar á laugardaginn nýja sýningu, Ljósið, í Gerðarsafnið í Kópavogi kl. 15, samhliða opnun árlegrar sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014.

Ragnar Th. er þekktur fyrir einstæðar náttúruljósmyndir sínar. Hann hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann á að baki yfir 30 ára ljósmyndaferil og ferðast reglulega á heimsskautasvæðin í leit að viðfangsefni fyrir verk sín sem hvergi annars staðar er að finna. Hann hefur hlotið þrenn CLIO verðlaun, tekið þátt í fjölda sýninga og lagt til myndefni í fjölmargar bækur og tímarit, bæði hér heima og erlendis.

Arctic Images heldur utan um verk Ragnars Th. Sigurðssonar en allur ágóði af sölu verka Ragnars fer til styrktar Ljóssins endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Ragnar hefur undanfarið sömuleiðis sett saman tvær bækur, Hot Stuff og Heavenly Stuff, sem Forlagið gefur út. Sú fyrrnefnda hefur að geyma einstakar myndir Ragnars af eldgosinu í Holuhrauni og í þeirra seinni safnar hann saman nætur og norðurljósamyndum.

INNskráning

Nýskráning