Medvirkni

Lifðu þínu eigin lífi

Mánudaginn 12. október fer fram málþing á vegum Lausnarinnar um meðvirkni – orsök og afleiðingar. Málþingið fer fram í Brakka, sal HÍ við Stakkahlíð, milli 13-17.

Aðalfyrirlesari er Sarah Bridge, félagsráðgjafi og sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Pia hefur í áratugi verið að þróa aðferðarfræði við greiningu og úrvinnslu á meðvirkni. Hún er höfundur metsölubókarinnar Meðvirkni – orsakir, einkenni, úrræði. Sarah Bridge hefur um árabil verið náinn samstarfsfélagi Piu Mellody og hefur víðtæka reynslu af ráðgjafavinnu með börnum, unglingum og fullorðnum svo og þjálfun fagfólks.

Rætt verður um hugtakið meðvirkni frá ýmsum hliðum. Er meðvirkni til? Er þetta hugtak ofnotað? Er Ísland sérstakt hvað meðvirkni varðar? Einnig verður fjallað um nálgun jákvæðrar sálfræði, hvernig hægt er að veita börnum aðstoð sem alast upp við vanvirkar aðstæður, hinn sívaxandi vanda sem matarfíkn er og samskiptamál í nútímasamfélagi.

Frekari upplýsingar má finna hér.

INNskráning

Nýskráning