Arnaldur Indriðason

Lestu brot úr Kamp Knox!

Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Kamp Knox, kom út með pompi og pragt nú um helgina, að sjálfsögðu á deginum sem Arnaldur hefur fyrir löngu merkt sér 1. nóvember.

Kamp Knox er átjánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Erlendur er nýlega byrjaður í rannsóknarlögreglunni og starfar undir handarjaðri Marion Briem.

Kona rekst á illa farið lík í lóni sem myndast hefur við orkuver á Reykjanesi. Árið er 1979 og margt bendir til að hinn látni tengist herstöðinni á Miðnesheiði en þar hafa menn lítinn áhuga á samstarfi við íslensku lögregluna. Erlendur og Marion Briem freista þess að afla upplýsinga eftir krókaleiðum en Erlendur er þó að hálfu leyti með hugann við annað: Reykjavíkurstúlku sem hvarf sporlaust fyrir aldarfjórðungi.

Hér getið þið kíkt í Kamp Knox, nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar. Við grípum niður í söguna þar sem Erlendur og Marion ræða við vitni sem fundið hefur líkið fljótandi í lóni á Reykjanesi. Árið er 1979.

INNskráning

Nýskráning