Kristín Steins

Kristín Steins les úr Vonarlandinu á söguslóðum

Kristín Steinsdóttir les upp úr nýrri bók sinni, Vonarlandið, á söguslóðum bókarinnar inni í Laugardal næstkomandi laugardag, 13. desember, kl. 14.

Upplesturinn fer fram á kaffihúsinu Flórunni í Grasagarðinum sem stendur skammt frá þvottalaugunum sem koma mikið við sögu í bókinni.

Kristín lagðist í mikla rannsóknarvinnu við undirbúning skrifanna og sankaði að sér ýmsum fróðleik um líf og aðstæður kvennanna sem hún skrifar um. Að upplestrinum loknum býður Kristín þeim sem áhuga hafa á að fylgja sér inn að þvottalaugum og hlusta á hana segja frá þessum merkilegu tímum.

Vonarlandið hefur hlotið frábærar viðtökur lesenda og hefur verið meðal efstu bóka á metsölulistum landsins allt frá útgáfu. Sömuleiðis hafa gagnrýnendur keppst við að lofa verkið en þar ber helst að nefna fjórar stjörnur í bæði Fréttablaðinu og DV en þar segir m.a. „Bókin er fallega og vel skrifuð, sögurnar vefjast vel saman og mynda sterka heild. Bókin er saga alþýðukvenna – kvenna sem sárlega þurftu á rödd að halda enda hópur sem lét svo sannarlega að sér kveða.“

Við hvetjum sem allra flesta til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri og njóta upplesturs Kristínar á þessum merkilegu söguslóðum.

INNskráning

Nýskráning