Ævar

Karníval á Ásbrú

Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ verður haldinn hátíðlegur á uppstigningardag 14. maí milli kl. 13-16.

Ævar vísindamaður er sérstakur gestur karnivalsins í ár og tekur á móti gestum og gangandi allan daginn. Ryksuguhanskar, reykfylltar sápukúlur, margra metra langt slímfyllt trog, límmiðar með myndum úr nýjustu bók Ævars, Risaeðlur í Reykjavík (já, það er að koma ný bók mjög, mjög fljótlega!), og sérstakur spurningaleikur þar sem þeir sem spyrja skemmtilegra og áhugaverðra spurninga geta unnið eintak af einhverri af bókunum hans – það er eitthvað fyrir alla hjá Ævari vísindamanni!

Þess utan mun ríkja allsherjar karnívalstemmning fyrir alla fjölskylduna; hoppkastalar, draugahús, skutlukeppni, leikjabásar og margt fleira!

Frekari upplýsingar má finna hér.

Góða skemmtun!

INNskráning

Nýskráning