jólabað

Jólin hans Hallgríms í Þjóðminjasafninu


Laugardaginn 22. nóvember verður opnuð sýningin Jólin hans Hallgríms á Torgi Þjóðminjasafnsins. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur sem myndskreytt er af Önnu Cynthiu Leplar. Á sýningunni eru myndir úr bókinni ásamt gripum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að sams konar leikföngum og börnin í sögunni, leggjum, skeljum og nútíma útgáfu af jólahúsinu í Betlehem. Hægt er að hlusta á jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein sem Hallgrímur litli lærir í sögunni en einnig hlusta á upplestur höfundar úr bókinni. Safnkennarar Þjóðminjasafnsins hafa unnið ratleik um safnið út frá sýningunni og verða ýmsar uppákomur henni tengdar á aðventunni. Sýningin stendur til 6. janúar 2015.


INNskráning

Nýskráning