Lilja og flóðið

Jólabókaflóðið vekur athygli

Íslenska jólabókaflóðið vekur athygli víða um heim enda býsna sérstakt menningarlegt fyrirbæri. Lilja Sigurðardóttir, höfundur Gildrunnar, kom í heimsókn í vikunni á lager Forlagsins með erlenda bókmenntagagnrýnendur sem eru staddir hér á landi að kynna sér flóðið. Þetta voru þau Andy Lawrence, Ewa Sherman og Sara Ward en hún er reyndar rithöfundur líka og bók hennar In Bitter Chill hefur hlotið afar góða dóma í Bretlandi. Forlagslagerinn er býsna áhrifamikill enda ná bókastaflarnir frá gólfi og upp í loft og voru erlendu gestirnir orðlausir yfir bókamagninu. Þau kvöddu Forlagslagerinn á Fiskislóð, talsvert nær því að skilja hugtakið „bókaflóð.“

INNskráning

Nýskráning