Íslensku barnabókaverðlaunin ekki veitt í ár

Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið vandlega þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga. Verða Íslensku barnabókaverðlaunin því ekki veitt árið 2023. Skilafrestur í samkeppni næsta árs verður auglýstur á haustmánuðum og hvetur nefndin alla áhugasama til að fylgjast vel með og byrja strax að ydda blýantinn.

Höfundar geta sótt handrit sín á skrifstofu Forlagsins til 14. apríl 2023 en eftir það verður þeim fargað.

INNskráning

Nýskráning