Skemmtileg frétt birtist á mbl.is á dögunum þar sem rætt var við hjónin Forrest og Cynthiu Johnson. Þau voru ferðalangar á Íslandi og aldur þeirra, 85 ár, aftraði þeim ekki frá því að leggja land undir fót.
Áhugi þeirra á Íslandi tengist íslenskum bókmenntum en það var Arnaldur sem kveikti áhuga frúarinnar með lýsingum sínum á náttúrunni og landinu. Herrann var undir áhrifum Njálu, Egils sögu og Laxness.
Dásamlegt að íslenskar bókmenntir hafi svo hvetjandi áhrif á ferðalanga á öllum aldri.