Rás 1 mun flytja lestur Halldórs Laxness á Innansveitarkroniku sem kvöldsögu frá 28. júní til 10. júlí. Í beinu framhaldi, 11. – 16. júlí, verður útvarpað fjórum lestrum Gunnars Gunnarssonar á köflum úr Fjallkirkjunni sem Gunnar las á plötur á fimmta áratugnum.
Íslendingar eiga því von á að eiga hugguleg sumarkvöld með stórskáldunum í anda.