Einar Áskell og ófreskjan

Hversdagshetja í ullarpeysu og stuttbuxum

Ekkert lát er á vinsældum hversdagshetjunnar klóku Einars Áskels, en auk þess að gefa út nýjar Einars Áskels-bækur hinnar geðþekku Gunillu Bergström hefur Mál og menning á síðustu árum endurútgefið gamla og sívinsæla titla úr bókaflokknum. Þessa dagana koma út tvær bækur sem hafa verið ófáanlegar í meira en 20 ár, þær Útsmoginn, Einar Áskell og Einar Áskell og ófreskjan. Útsmoginn, Einar Áskell er kostuleg saga um hvernig söguhetjan berst með mikilli ráðkænsku fyrir því að fá að vera með þeim sem eldri eru, og Einar Áskell og ófreskjan er hugljúf og heillandi saga um hvernig Einar Áskell bætir fyrir brot sitt eftir að hafa ráðist á minnimáttar. Og losar sig við ófreskju í leiðinni. Nauðsynlegur lestur fyrir hverja kynslóð!

Þýðandi er Sigrún Árnadóttir en hún hefur þýtt allar bækurnar um Einar Áskel.

INNskráning

Nýskráning