Sigríður Víðis mun ríða á vaðið í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? og fjalla um bók sína Ríkisfang: Ekkert. Bókin fékk viðurkenningu Hagþenkis í vor, auk þess sem hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.
Fyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? hefur nú göngu sína, fjórða árið í röð. Þar lýsa rithöfundar tilurð verka sinna og spjalla við áheyrendur um þau. Fyrirlestur Sigríðar fer fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. september kl. 12–13. Sjá nánar hér.
Allir velkomnir.