Kristín Ómarsdóttir

Húslestur Kristínar Ómars

Flækingurinn eftir Kristínu Ómarsdóttur hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda síðan hún kom út. Friðrika Benónýsdóttir sagði m.a. í Kiljunni á dögunum: „Kristín er einstakur höfundur … meistaralega gert … Kristín er í algjörum sérflokki. Hún gerir þetta á svo snilldarlegan hátt að ég stoppaði hvað eftir annað á meðan ég var að lesa og reyndi að leggja þessar setningar á minnið.“

Í tilefni af útgáfunni býður Kristín til notalegrar upplestraraðar í stofunni heima hjá sér, eða eins og hún segir sjálf: „í bláu húsi við Vesturgötu 33b“.

Upplestrarnir verða fjórir, hver þeirra um 45 mínútur og brotnir upp með frásögnum af vinnslu bókarinnar og innblæstri auk tenginga hennar við önnur verk Kristínar.

  • 14. apríl kl. 18
  • 16. apríl kl. 20
  • 17. apríl kl. 18
  • 18. apríl kl. 16

Þetta er einstakt tækifæri til þess að stíga inn í veröld Kristínar og njóta upplesturs í hlýlegu og afslöppuðu umhverfi.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

INNskráning

Nýskráning