Tan og Obama

Höfundur Núvitundar tilnefndur til Nóbelsverðlauna

Tilkynnt var um það í byrjun vikunnar að Chade-Meng Tan, höfundur bókarinnar Núvitund: Leitaðu inn á við sem Forlagið gaf út í haust, sé tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels.

Chade-Meng Tan var einn af fyrstu verkfræðingunum sem ráðnir voru hjá Google en samkvæmt vinnureglum þeirra mega starfmenn eyða 20% tíma síns í einskonar gæluverkefni. Þennan tíma nýtti Tan til þess að hanna námskeið sem ber sama nafn og bókin og hafði að meginmarkmiði að koma hugmyndinni um núvitund inn í vinnuumhverfi Google. Svo fór að námskeiðið varð gríðarlega vinsælt og Tan lagði verkfræðistörfin til hliðar og einbeitti sér algjörlega að núvitundarvakningunni.

Bókin sem unnin var upp úr námskeiðinu hefur farið sigurför um heiminn og vakið verðskuldaða athygli hvar sem hún fer. Og nú er svo komið að Tan gæti fengið Nóbelsverðlaun fyrir þetta magnaða framtak sitt.

Áhugi á núvitund (e. mindfulness) hefur margfaldast á síðustu árum. Núvitund: Leitaðu inn á við getur hjálpað þér að styrkja tilfinningagreind og stuðla að aukinni samkennd, jafnaðargeði og gleði – og skerpa um leið hugsun, auka velgengni og bæta líkamlega og andlega heilsu.

INNskráning

Nýskráning