Heimili höfundanna

Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18. júlí árið 1930. Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Hún var lengi kennari við Austurbæjarskóla og starfaði ötullega að málefnum barna, en drjúgur hluti höfundarverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar. Hún var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Þá átti hún sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðslu og ritstörf. Hún lést 16. september 2021. Fyrsta bók Vilborgar, barnabókin Alli Nalli og tunglið, kom út 1959 en árið eftir sendi hún frá sér fyrstu ljóðabókina, Laufið á trjánum, og var þá ein fárra kvenna sem ortu atómljóð. Næstu áratugi samdi Vilborg jöfnum höndum ljóð og barnasögur og var jafnframt mikilvirkur þýðandi. Seinasta ljóðabók hennar, Síðdegi, kom út árið 2010 en heildarsafn ljóða hennar var gefið út 2015. Ævisaga hennar, Í þagnarhyl eftir Þorleif Hauksson, kom út árið 2011 en áður hafði Kristín Marja Baldursdóttir skrifað um brot úr ævi hennar í bókinni Mynd af konu. Ljóð Vilborgar hafa verið þýdd og birst í ýmsum erlendum ritum. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1992 fyrir ljóðabókina Klukkan í turninum.

Bækur eftir höfund

Ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur
Ljóðasafn - Vilborg Dagbjartsdóttir
4.790 kr.
Emil í Kattholti
Emil í Kattholti
3.520 kr.
attachment-587786
Úr þagnarhyl - Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur
4.140 kr.
Síðdegi
Síðdegi
2.325 kr.
attachment-12575
Fiskar hafa enga rödd
2.540 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning