Heimili höfundanna

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er fædd í Reykjavík 1980. Hún lærði leiklist í Háskólanum í Georgíu, Bandaríkjunum og er með meistaragráðu í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Þórdís hefur samið níu leikverk sem sett hafa verið upp á Íslandi og var tilnefnd til Grímunnar árið 2006 sem leikskáld ársins. Hún hefur einnig gert fræðslustuttmyndir um kynlíf, ofbeldi og ábyrgð á netinu ásamt Brynhildi Björnsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni. Bók Þórdísar um kynbundið ofbeldi, Á mannamáli, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út árið 2009. Fyrir hana hlaut hún Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta, Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna, Fjöruverðlaunin og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árið 2017 vakti bókin Handan fyrirgefningar heimsathygli þegar hún kom samtímis út í Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Ástralíu og Íslandi. Þar skrifa Þórdís Elva og meðhöfundur hennar, Tom Stranger, um þegar Tom nauðgaði Þórdísi tæpum 20 árum áður og langt og strangt ferðalag þeirra í átt til sátta. Höfundarnir héldu TED-fyrirlestur um efni bókarinnar sem meira en þrjár milljónir manna hafa horft á. Þórdís Elva býr í Svíþjóð með fjölskyldu sinni og starfar sem rithöfundur, fyrirlesari og leikskáld.

Bækur eftir höfund

Handan fyrirgefningar
Handan fyrirgefningar
990 kr.2.490 kr.
Á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur
Á mannamáli: ofbeldi á Íslandi
2.690 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning