Þórarinn Már Baldursson, f. 1977, hefur lagt stund á hefðbundinn kveðskap frá unga aldri og er vel kunnur meðal hagyrðinga fyrir vísur sínar. Hann er jafnframt myndhöfundur og líklega þekktastur fyrir myndirnar í bókunum um tónelsku músina Maxímús Músíkús. Þórarinn er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.