Sunna Dís Másdóttir (f.1983) er með MA-próf í bæði ritlist og hagnýtri menningarmiðlun. Sunna er ein Svikaskálda sem hafa gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég netin mín sem og skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021.
Fyrsta ljóðabók Sunnu, Plómur, kom út haustið 2022. Þá hafa smásögur eftir hana birst í Tímariti Máls og menningar og Iceland Review. Sunna starfar jafnframt sem leiðbeinandi í ritlist, ritstjóri og þýðandi.