Heimili höfundanna

SóleySunna1
Sóley Dröfn Davíðsdóttir
Sóley er fædd í Reykjavík árið 1972 en ólst upp úti í Svíþjóð og hefur auk þess dvalið einhver ár erlendis á fullorðinsárum, meðal annars í Kína, Mexíkó og Frakklandi. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og nam sálfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk því námi 2001 og hefur starfað sem sálfræðingur síðan, fyrstu sjö árin við geðsvið LSH. Árið 2008 stofnaði hún Kvíðameðferðarstöðina ásamt stöllu sinni og gegnir þar hlutverki forstöðusálfræðings. Hún hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíðaraskana og sinnir meðal annars einstaklings- og hópmeðferð, kennslu og rannsóknum á því sviði. Sóley hefur gefið út bækurnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum (2014), Náðu tökum á félagskvíða (2017), Náðu tökum á þunglyndi (2019) og Náðu tökum á þyngdinni (2021).  Markmiðið með útgáfu bókanna er að bæta aðgengi fólk að sálfræðilegri meðferð. Bækurnar eru byggðar á hugrænni atferlismeðferð sem er ein öflugasta meðferð sem fyrirfinnst við kvíða og þunglyndi. Sóley hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Sóley hefur sérstakan áhuga á heimshornaflakki, tungumálum, oíumálun og bókalestri. Hana dreymir um að skrifa skáldsögu.

Bækur eftir höfund

Náðu tökum á þyngdinni
Náðu tökum á þyngdinni
1.990 kr.4.290 kr.
Náðu tökum á þunglyndi
Náðu tökum á þunglyndi
990 kr.3.890 kr.
Náðu tökum á félagskvíða
Náðu tökum á félagskvíða
1.990 kr.4.290 kr.
attachment-643755
Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum
3.390 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning