Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, f. 1956, er sagnfræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari, blaðamaður og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Hún hefur skrifað ýmiss konar fræðilegt efni en fyrsta skáldverk hennar, Alla mína stelpuspilatíð, var femínísk skáldævisaga um kjör og hlutskipti kvenna fyrr og nú sem vakti mikla athygli. Ævisaga móður hennar, Jakobína – saga skálds og konu, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna 2019.