Heimili höfundanna

Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir, fædd 1978, er kunn fyrir beittan húmor og skarpa sýn á samfélagið. Auk þess að vera þekktur pistlahöfundur í íslenskum fjölmiðlum, er hún einn af farsælustu unglingahöfundum landsins. Sif hóf rithöfundaferil sinn með hinni bráðfyndnu og vinsælu Ég er ekki dramadrottning árið 2006 og árið 2013 var fantasía hennar Freyju saga – Múrinn tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Undanfarin ár hefur Sif verið búsett í London og er hún farin að hasla sér völl sem höfundur í Bretlandi. Tvær bækur hafa komið út eftir hana hjá Hodder-útgáfurisanum þar í landi, vísindaskáldsagan I am Traitor 2017 og spennusagan The Sharp Edge of a Snowflake 2019. Sif er bæði bókmenntafræðingur og sagnfræðingur að mennt og árið 2018 kom út eftir hana Íslandssaga fyrir unglinga, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Þar fær kímnigáfa beggja höfunda að njóta sín út í æsar og snúa þau öllum helstu klisjum þjóðarsögunnar á haus. Frá 2007 til 2010 hélt Sif úti bókaklúbbnum Handtöskuseríunni sem gaf út þýddar skáldsögur eftir konur.

Bækur eftir höfund

Banvaen_snjokorn_72
Banvæn snjókorn
1.990 kr.4.490 kr.
Sjúklega súr saga: Íslandssaga frá öndvegissúlum til Internetsins
Sjúklega súr saga: Íslandssaga frá öndvegissúlum til Internetsins
2.990 kr.
Ég er svikari
Ég er svikari
990 kr.4.290 kr.
Djásn
Freyju saga 2 - Djásn
4.190 kr.
Freyjusaga - Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur
Freyju saga - Múrinn
3.890 kr.
attachment-11762
Einu sinni var dramadrottning
990 kr.1.490 kr.
attachment-15030
Ég er ekki dramadrottning
990 kr.1.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning