Heimili höfundanna

Lilja Sigurðardóttir
Lilja Sigurðardóttir
Lilja Sigurðardóttir er fædd árið 1972. Hún varð stúdent frá MH, tók einkaritarapróf í Englandi og síðar BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði menntamála og ritstýrt fagefni fyrir leikskóla en hefur undanfarið einbeitt sér að bóka- og handritaskrifum. Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor, kom út árið 2009 og hlaut góðar viðtökur; ári síðar kom næsta saga en síðan varð nokkurra ára hlé á bókaskrifum. Árið 2015 kom út fyrsta sagan í spennuþríleik sem kom Lilju rækilega á framfæri hér heima og erlendis. Þetta var Gildran og næstu tvö ár fylgdu Netið og Búrið. Þríleikurinn er æsispennandi, einkennist af hröðum og liprum stíl, skemmtilegri persónusköpun og góðri fléttu. Bækurnar féllu vel í kramið hjá lesendum og hafa nú verið þýddar og gefnar út í mörgum löndum. Sömuleiðis hefur kvikmyndaréttur verið seldur. Lilja hefur haldið áfram að skrifa spennusögur en auk þess unnið mikið að handritaskrifum fyrir sjónvarpsþætti og samið leikrit. Verk hennar Stóru börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki og hlaut Grímuverðlaunin sem leikrit ársins 2014. Spennusögurnar hafa einnig aflað Lilju verðlauna og viðurkenninga: árið 2018 hlaut Gildran t.d. tilnefningu til Gullna rýtingsins (CWA International Dagger), virtra verðlauna samtaka breskra glæpasagnahöfunda, og fyrir sögurnar Búrið og Svik hlaut Lilja íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann og tilnefningu til norræna Glerlykilsins tvö ár í röð.

Bækur eftir höfund

Daudadjup_sprunga_72pt
Dauðadjúp sprunga
3.690 kr.4.690 kr.
Drepsvarthraun_Tilnefning_Bloddropinn_72pt
Drepsvart hraun
3.690 kr.3.990 kr.
Nahvit_jord_72pt
Náhvít jörð
1.990 kr.3.990 kr.
Blóðrauður sjór
Blóðrauður sjór
1.490 kr.3.990 kr.
Helköld sól
Helköld sól
990 kr.3.390 kr.
Búrið
Búrið
990 kr.3.990 kr.
Netið
Netið
990 kr.3.490 kr.
Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur
Gildran
990 kr.3.495 kr.
Svik
Svik
990 kr.3.390 kr.
attachment-607185
Fyrirgefning
990 kr.2.205 kr.
Spor
Spor
1.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning