Haukur Már Helgason, f. 1978, er heimspekingur að mennt og hefur ritað, þýtt og ritstýrt ýmiss konar efni um heimspeki og pólitík, auk þess sem hann hefur starfað sem blaðamaður og skrifað og þýtt skáldskap. Verk Hauks hafa birst í tímaritum og safnritum, auk þess sem hann hefur sent frá sér skáldsögur og ljóðabækur.