Heimili höfundanna

Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson var Árnesingur að uppruna, fæddur í Efstadal í Laugardal 26. september 1939. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum með sögu Íslands að kjörsviðsgrein frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Hann kenndi Norðurlandasögu í University College í London 1974–76, var lektor í sagnfræði í Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor 1980–2009. Hann var forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1981–83 og haustmisserið 1991, formaður Sagnfræðingafélags Íslands 1988–90 og sat í Forskningspolitisk råd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1989–91. Þá ritstýrði hann Aldarsögu Háskóla Íslands sem kom út árið 2011. Helstu rannsóknarrit Gunnars eru Frá endurskoðun til valtýsku (1972), doktorsritið Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum (1977), Að læra af sögu. Greinasafn um sögunám (1992), Æska og saga. Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði (við annan mann, 1999), Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga (2004), þrjú bindi í Handbók í íslenskri miðaldasögu, I. Inngangur að miðöldum (2007), II. Landnám Íslands (2016) og III. Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar (2009). Hann skrifaði hluta af þremur bindum fjölbindaverksins Sögu Íslands, II. (1975), IX. (2008) og X. (2009), heildaryfirlit um Íslandssögu á ensku, Iceland’s 1100 Years (2000) og ferðamannahandbók, Íslandssögu í stuttu máli, sem hefur komið út á fimm tungumálum. Hann skrifaði einnig námsbækur um Íslandssögu og sagnfræðiaðferðir, fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Fyrir námsbókaritun fékk hann viðurkenningu Hagþenkis árið 1989. Fræðilegar greinar Gunnars í tímaritum og greinasöfnum munu vera um 150 talsins. Hann lést 28. október 2019.

Bækur eftir höfund

lói seigla og sigrar
Lói: Seigla og sigrar
4.590 kr.
Íslandssaga í stuttu máli
Íslandssaga í stuttu máli
1.490 kr.1.990 kr.
Historia Islandii w skrócie
Historia Islandii w skrócie
1.990 kr.
Æska og saga: Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði
Æska og saga: Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði
1.590 kr.
Að læra af sögu: Greinasafn um sögunám
Að læra af sögu: Greinasafn um sögunám
1.290 kr.
The Settlement of Iceland
The Settlement of Iceland
1.690 kr.
Brève histoire de l’Islande
Brève histoire de l’Islande
2.690 kr.
A Brief History of Iceland eftir Gunnar Karlsson
A brief history of Iceland
2.690 kr.
Saga Íslands X
Saga Íslands X
3.990 kr.
Saga Íslands IX
Saga Íslands IX
3.990 kr.
Eine kompakte Geschichte Islands
Eine kompakte Geschichte Islands
2.690 kr.
Breve historia de Islandia
Breve historia de Islandia
1.990 kr.
Landnám Íslands
Landnám Íslands
5.890 kr.
Nýir tímar
Nýir tímar – Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta
6.590 kr.
Fornir tímar
Fornir tímar – Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur 4.000.000 f. Kr. til 1800 e. Kr.
6.290 kr.
Ástarsaga Íslendinga að fornu eftir Gunnar Karlsson
Ástarsaga Íslendinga að fornu
4.490 kr.
attachment-567828
Islands historia i korta drag
1.990 kr.
attachment-16389
Goðamenning
3.690 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning