Heimili höfundanna

GuðrúnIngaRagnarsdóttir_Gassi2019_sh
Guðrún Inga Ragnarsdóttir
Guðrún Inga Ragnarsdóttir (1983) er með BA-próf í íslensku og meistaragráðu í ritlist. Fyrsta skáldsaga hennar, Plan B, kom út árið 2020 og hlaut góðar viðtökur lesenda. Þar segir af afkastamiklu skáldi, Gyðu, sem hefur þó aldrei komið út á prenti. Í bókinni vinnur Gyða að stórri skáldsögu sem er byggð á skrautlegu fólki sem hún vann með í heimaþjónustu Kaupmannahafnar. Til að halda sér í formi skrifar hún um sitt eigið líf, Plan B. Guðrún Inga er ein af sjö skáldkonum sem mynda hópinn Skóginn sem sendi frá sér ljóðverkið Ég erfði dimman skóg árið 2015. Ljóð og smásögur eftir Guðrúnu Ingu hafa einnig birst í tímaritum og í Smásögum heimsins: Norður-Ameríku.

Bækur eftir höfund

Plan B
Plan B
990 kr.3.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning