Elísa Jóhannsdóttir er fædd árið 1978 í Reykjavík. Hún lauk MA prófi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands árið 2006.
Fyrsta skáldverk hennar, Er ekki allt í lagi með þig?, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár í flokki barna- og ungmennabóka. Bókin hlaut góða dóma og naut mikilla vinsælda hjá unglingum en hún hverfist að miklu leyti um einelti og flókin vinasambönd.