Heimili höfundanna

Eiríkur Örn Norðdahl
Eiríkur Örn Norðdahl
Eiríkur Örn Norðdahl, fæddur 1978, hefur verið ötull á ritvellinum síðan hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Heilagt stríð: runnið undan rifjum drykkjumanna, 2001. Um svipað leyti stofnaði hann útgáfuna Nýhil með fleiri ungskáldum og undir því merki gaf hann út næstu bækur sínar en fyrsta skáldsaga hans, Hugsjónadruslan, kom út hjá Máli og menningu árið 2004. Eiríkur Örn hefur staðið að ótal menningarviðburðum, meðal annars undir merkjum Nýhils, og tekið þátt í útgáfum ýmissa safnrita. Hann er einnig afkastamikill á netinu þar sem hann gaf út um tíma menningarritið Starafugl. Eiríkur Örn hefur vakið athygli víða um heim fyrir ljóð sín og flutning á þeim. Eiríkur Örn hefur sent frá sér skáldsögur og ljóð, ritgerðir, ljóðaþýðingar og uppskriftabókina, Plokkfiskbókin. Mörg af skáldverkum hans hafa verið þýdd á erlend tungumál og hlotið góðar viðtökur. Eftir skáldsögunni Illsku var gerð rómuð leiksýning og skáldsagan Hans Blær hóf feril sinn sem leikverk eftir Eirík Örn og leikhópinn Óskabörn ógæfunnar. Eiríkur Örn Norðdahl hefur hlotið viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin. Fyrir Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og var jafnframt tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þá hlaut franska þýðingin af þeirri bók Prix Transfuge du meilleur roman Scandinave og var til nefnd til Prix du meilleur roman étranger og Prix Médicis étranger. Franska þýðingin á Heimsku hlaut síðan Transfug-verðlaunin sem besta norræna skáldsagan á frönsku árið 2017. Árið 2023 sendi hann frá sér sögulegu skáldsöguna Náttúrulögmálin, sem er óður til heimabæjar hans Ísafjarðar. Hún hlaut glimrandi móttökur gagnrýnenda og lesanda, sem lýstu bókinni sem „sprúðlandi“ og með orðunum „vá og bravó“. Náttúrulögmálin voru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Vorið 2025 sendi Eiríkur Örn frá sér sína áttundu ljóðabók sem ber þann hógværa en móderníska titil; Fimm ljóð.

Bækur eftir höfund

FimmLjod_72
Fimm ljóð
4.890 kr.
Naqtturulogmalin_IslBokm
Náttúrulögmálin
3.690 kr.7.290 kr.
Frankensleikir_Kapa.indd
Frankensleikir
1.990 kr.3.990 kr.
EinlaegurOnd_72 pt
Einlægur Önd
1.990 kr.3.990 kr.
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

INNskráning

Nýskráning