Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986. Hann fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012 fyrir sína fyrstu ljóðabók og Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2016. Þá var Dagur tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins árið 2017 fyrir skáldsöguna Síðasta ástarjátningin. Í september 2017 sendi hann frá sér sína aðra ljóðabók, Heilaskurðaðgerðin.