Heimili höfundanna

BjörnHalldórsson_Gassi2020_vefsíða
Björn Halldórsson
Björn Halldórsson er fæddur árið 1983 og ólst upp í Mosfellsbæ. Hann er með BA-gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá háskóla Austur-Anglia-héraðs í Norwich á Englandi og MFA-gráðu í ritlist frá háskólanum í Glasgow, þar sem hann kenndi einnig ritlist og tók þátt í bókmenntahátíð Glasgow-borgar, AyeWrite! Auk skáldskapar hefur Björn stundað þýðingar og skrifað pistla, gagnrýni og greinar fyrir ýmis blöð og útgáfur heima og erlendis. Hann hefur einnig tekið þátt í og stýrt viðburðum á ensku og íslensku, meðal annars fyrir Bókmenntahátíð í Reykjavík og PEN World Voices-bókmenntahátíðina í New York-borg, þar sem hann bjó á árunum 2016–2019. Sögur og ritgerðir Björns hafa birst í bókmenntatímaritum á Íslandi og í Skotlandi og verið þýddar á ensku, þýsku, ítölsku og hebresku. Fyrsta bók hans, smásagnasafnið Smáglæpir, kom út árið 2017 og var afar vel tekið. Fyrir hana hlaut hann Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Næsta bók hans, skáldsagan Stol, kom út snemma árs 2021.

Bækur eftir höfund

Stol
Stol
1.990 kr.3.490 kr.
Smáglæpir
Smáglæpir
2.990 kr.
Þjófasaga
Þjófasaga
1.290 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning