Björk Jakobsdóttir, f. 1966, er leikkona, leikskáld og leikstjóri og einn stofnenda Hafnarfjarðarleikhússins og Gaflaraleikhússins. Hún samdi kassastykkin Sellófon og Blakkát og hefur leiksýrt fjölda vinsælla sýninga, meðal annars fyrir börn og unglinga. Björk hefur verið í hestamennsku frá unga aldri og vann úr þeirri reynslu í bókinni Hetju, sem naut mikilla vinsælda og tilnefnd var til Bókaverðlauna barnanna.