Heimili höfundanna

AriJ
Ari Jóhannesson
Ari Jóhannesson er fæddur í Reykjavík árið 1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, lauk prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1973 og stundaði framhaldsnám í lyflækningum og innkirtlasjúkdómum í Connecticut í Bandaríkjunum. Ari starfaði við Sjúkrahúsið á Akranesi frá 1984 til 1998, en hefur síðan verið við störf á Landspítalanum og er að auki klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Ari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyrir handrit að ljóðabókinni Öskudagar og var það hans fyrsta bók. Árið 2014 sendi hann frá sér skáldsöguna Lífsmörk og önnur skáldsaga hans, Urðarmáni, kom út vorið 2019. Það er söguleg skáldsaga sem gerist að mestu í Reykjavík þegar spænska veikin geisaði árið 1918 og vakti sagan verulega athygli.

Bækur eftir höfund

Dagslatta_72
Dagslátta
4.290 kr.
Urðarmáni
Urðarmáni
990 kr.3.490 kr.
imageedit_1_7976577866
Lífsmörk
990 kr.3.100 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning