Alda Björk Valdimarsdóttir er fædd 1973. Hún lauk doktorsprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og er starfandi dósent í þeirri grein við HÍ. Hún hefur stundað rannsóknir á enskum bókmenntum nítjándu aldar með sérstakri áherslu á Jane Austen, en einnig hefur hún rannsakað íslenskar samtímabókmenntir og birt um þær fjölda fræðigreina.
Auk þess að senda frá sér fræðirit og greinar hefur Alda Björk ort ljóð og birt víða. Fyrsta ljóðabók hennar kom út 2015 og ber titilinn Við sem erum blind og nafnlaus.