Spurt og svarað um hljóðbækur fyrir appið
Hljóðbókarappið heitir Forlagið – hljóðbók og er fáanlegt bæði fyrir iOS stýrikerfi Apple (iPhone og iPad) og Android (t.d. LG, Samsung og Google Pixel).
Smelltu hér til þess að sækja það í App-Store fyrir iOS og smelltu hér til að sækja það í GooglePlay Store fyrir Android.Allir notendur geta hlustað á hljóðbækurnar sem þau hafa keypt í vafra, í tölvu eða snjalltæki, á síðunni hlusta.forlagid.is.
Appið er smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. En nei, það þarf ekki að nota app til að hlusta á bækurnar. Hægt er að hlusta í fartölvu, borðtölvu og snjalltæki í gegnum vafra. Dæmi um vafra er Chrome, Firefox, Safari og Internet Explorer.
Ef þú vilt hlusta á hljóðbókina þína í vafra getur þú farið á síðuna hlusta.forlagid.is og streymt bókunum þar á þínum notendaaðgangi.
Þú getur keypt hljóðbækur í bókasafnið þitt á vef Forlagsins, það er ekki hægt að kaupa þær beint í appinu. Þú þarft að skrá þig inn sem notandi á vefnum til að geta keypt hljóðbækurnar.
Þegar þú hefur klárað kaupin birtist svo hljóðbókin strax í bókasafninu þínu, bæði í appinu og á slóðinni hlusta.forlagid.is í vafra.
Notendaupplýsingar þínar í appinu eru þær sömu og á vef Forlagsins.
Þú skráir þig inn í appið, eða inn á hlusta.forlagid.is, með sömu notendaupplýsingum og lykilorði eins og hér á Forlagsvefnum. Þá birtast þér þær hljóðbækur sem þú hefur keypt og þú getur byrjað að hlusta.
Í appinu er bæði hægt að hlusta á bækurnar í streymi og hlaða þeim niður svo hægt sé að hlusta á þær þegar nettenging er ekki til staðar. Á meðan þú hlustar í streymi er nauðsynlegt að vera tengd/ur netinu en ef hljóðbók er hlaðið niður má hlusta á hana hvar sem er, óháð nettengingu.
Til að geta keypt og hlustað á hljóðbækur í appinu þarftu að stofna aðgang á vef Forlagsins með notendanafni og lykilorði. Þær notendaupplýsingar veita þér svo aðgang að hljóðbókum sem þú hefur keypt í appi eða vafra.
Smelltu hér til þess að stofna notanda, það er mjög einfalt.
Þú getur hlustað á eintak af hljóðbókinni í gegnum notendaaðganginn þinn á einu tæki í einu.
Þú getur sótt appið á fleiri snjalltæki heimilisins og skráð þig inn með þínum aðgangi til að hlusta í hvert og eitt þeirra. Hægt er að vera skráður inn á aðganginn sinn á mörgum tækjum samtímis en aðeins einn aðgangur getur verið í virkri notkun í einu.
Jú, sumar eldri hljóðbækur eru enn til sölu á geisladiskum. En nýjar rafrænar hljóðbækur eru bara aðgengilegar í gegnum netvafra eða í appi.
Oft eru til margar gerðir af einni bók á vefnum, í sömu vöru getur þú til dæmis valið á milli kilju, innbundinnar bókar, rafbókar, hljóðbókar á CD eða Mp3 og svo hljóðbókar fyrir appið. Þannig má oft sjá margar gerðir hljóðbóka fyrir eina vöru. Eldri gerðir hljóðbóka eru gjarnan á geisladiskum, Mp3 eða CD-diskum, og þarf að fá eintak af þeim í hendurnar til að lesa inn í tölvu eða hlusta á í geisladiskaspilara.
Þetta vandamál er leyst í rafrænu hljóðbókunum þar sem þú færð samstundis aðgang að hljóðbókinni í bókasafninu þínu í appinu þegar hún hefur verið keypt. Því þarf að passa það þegar þú vilt kaupa hljóðbækur fyrir appið að velja hljóðbók af gerðinni “Hljóðbók – App” en ekki gerðina “Hljóðbók” sem merkt er CD eða Mp3.
Hljóðbók er upptaka af bók sem hefur verið lesin inn á hljóðskrá. Hægt er að kaupa hljóðbækur annaðhvort á geisladiski (CD eða Mp3) og spila í geisladiskaspilara eða í geisladrifi tölvu, eða í sumum tilvikum rafrænar hljóðbækur sem hægt er að hlusta á beint á vefnum eða í hljóðbókar-appi Forlagsins. Hljóðbókum fyrir appið mun fara fjölgandi á næstu árum.
Rafbók er ekki lesin upp heldur er það rafræn útgáfa af prentaðri bók – þú færð rafbók senda í tölvupósti þegar þú kaupir hana og getur svo lesið hana á skjá; í tölvu, síma og alls kyns rafrænum lesurum. Rafbækur sem eru til sölu á vef Forlagsins eru af ePUB-gerð sem flestir lesarar og snjalltæki styðja. Rafbækur af heimasíðu Forlagins er ekki hægt að opna í Kindle-lestölvum. Fyrir þá notendur er heppilegra að kaupa íslenskar rafbækur í gegnum vefverslun Amazon.