Freyja og Fróði

Hér eru Freyja og Fróði!

Þessar glænýju bækur um Freyju og Fróða eru upphafið af yndislegum nýjum bókaflokki eftir þær Kristjönu Friðbjörnsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Fyrstu tvær bækurnar: Freyja og Fróði hjá tannlækni og Freyja og Fróði fara í sund koma út samtímis.

Bækurnar eru ætlaðar krökkum á leikskólaaldri og eru henta vel í lestrarstundir með foreldrum eða kennurum.

Viltu koma í sund með Freyju og Fróða? Þá færðu að bruna í rennibrautinni og sulla í heita pottinum en þú mátt alls ekki fara í djúpu laugina nema þú kunnir vel að synda. Freyja og Fróði í sundi er falleg og fjörug bók um allt sem þarf að hafa í huga þegar farið er í sund.

Viltu fara til tannlæknis með Freyju og Fróða? Þá máttu prófa flotta tannlæknastólinn og skoða öll tækin. Kannski færðu líka töfraduft á tennurnar. Freyja og Fróði hjá tannlækni er falleg og fjörug bók um fyrstu heimsóknina til tannlæknis.

INNskráning

Nýskráning