Hamingjuvegur

Hamingjuvegur

Á fimmtudaginn er von á glænýrri bók eftir Lizu Marklund, Hamingjuvegur. Bókin er sú

Stjórnmálamaðurinn Ingemar Lerberg finnst á ríkmannlegu heimili sínu í úthverfi Stokkhólms, nær dauða en lífi eftir pyntingar. Það kemur í hlut lögreglukonunnar Ninu Hoffmann að rannsaka málið en blaðakonunnar Anniku Bengtzon að skrifa um það. Eiginkona Lerbergs er horfin og því dýpra sem þær stöllur grafa eftir sannleikanum, hvor á sinn hátt, afhjúpast fleiri leyndarmál auðmannahverfisins.

Hamingjuvegur er tíunda bók Lizu Marklund um Anniku Bengtzon, spennusaga um glæp en jafnframt saga um fjölskyldur, fjölmiðla og félagslega viðurkenningu, skrifuð undir áhrifum frá Brúðuheimili Ibsens.

Ellefta og jafnframt síðasta bókin kemur svo út á árinu og kemur í íslenskri þýðingu 2016.

Erlendir blaðamenn hafa farið afar fögrum orðum um Hamingjuveg og segir gagnrýnandi DAST Magazine bókina vera „… langbestu glæpasaga höfundarins …“ og sömuleiðis hefur hinn geysivinsæli rithöfundur Henning Mankell kallað Marklund „drottningu skandinavískra glæpasagna“.

INNskráning

Nýskráning