Guðmundur Andri Thorsson lýkur störfum í dag

Guðmundur Andri Thorsson, einn reynslumesti ritstjóri Forlagsins, lýkur störfum í dag vegna aldurs. Hann hefur starfað við ritstjórn með hléum síðan hann réð sig til Máls og menningar árið 1987 og hefur á þessum tíma unnið með fjölda höfunda og fylgt ótal bókum af ýmsu tagi í gegnum forlagsferlið og til prentunar. Á sama tíma hefur hann ritað sín eigin verk, skáldsögur, smásögur og ljóð, og hlotið fyrir þau margs konar viðurkenningar. Forlagsfólk mun sakna hlýrrar nærveru Andra á vinnustað, visku hans og glettni, og óskar honum góðs gengis með þau spennandi verkefni sem nú fá hug hans allan.

INNskráning

Nýskráning