Thor og Grámosinn

Grámosinn í Portúgal

Skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir, er komin út í Portúgal. Titill bókarinnar er Arde o musgo cinzento á portúgölsku.

Grámosinn glóir er margstefja saga og hljómmikil, en jafnframt auðlesin og sterk. Efni hennar er sótt í kunn íslensk sakamál frá síðari hluta 19. aldar og höfundur nýtir sér tækni spennusagna og ástarsagna, en öll lýtur frásögnin lögmálum skáldskapar.

Engin íslensk skáldsaga síðari ára hefur hlotið aðrar eins viðtökur og Grámosinn glóir. Hún var ein af söluhæstu bókunum árið sem hún kom út, 1986, og hlaut hástemmt lof gagnrýnenda. Síðar átti hún eftir að færa höfundi sínum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og útgáfur á fjölmörgum þjóðtungum

INNskráning

Nýskráning