Pottur, panna og Nanna - uppskrift

Gómsæt gulrótarsúpa úr Pottur, panna og Nanna

[fusion_builder_container hundred_percent=“no“ equal_height_columns=“no“ menu_anchor=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“center center“ background_repeat=“no-repeat“ fade=“no“ background_parallax=“none“ enable_mobile=“no“ parallax_speed=“0.3″ video_mp4=““ video_webm=““ video_ogv=““ video_url=““ video_aspect_ratio=“16:9″ video_loop=“yes“ video_mute=“yes“ video_preview_image=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ margin_top=““ margin_bottom=““ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ layout=“1_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_imageframe image_id=“79292″ style_type=“none“ stylecolor=““ hover_type=“none“ bordersize=““ bordercolor=““ borderradius=““ align=“none“ lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ alt=““ link=““ linktarget=“_self“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““]http://www.forlagid.is/wp-content/uploads/2017/08/gulrotarsupa-1.jpg[/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ layout=“2_3″ spacing=““ center_content=“no“ hover_type=“none“ link=““ min_height=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ background_color=““ background_image=““ background_position=“left top“ background_repeat=“no-repeat“ border_size=“0″ border_color=““ border_style=“solid“ border_position=“all“ padding=““ dimension_margin=““ animation_type=““ animation_direction=“left“ animation_speed=“0.3″ animation_offset=““ last=“no“][fusion_text]

Prófaðu þessa bragðgóðu síðsumars-súpu úr nýjustu matreiðslubókinni hennar Nönnu Rögnvaldardóttur, Pottur, panna og Nanna, sem kemur út í lok ágúst.
Þetta er súpa sem kitlar öll skilningarvit!

Gulrótarsúpa

1 kg gulrætur
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
2½ msk ólífuolía
1 tsk kóríanderduft
pipar
salt
700 ml vatn, eða eftir þörfum
2 tsk grænmetiskraftur
½ tsk túrmerik
250 ml rjómi
2 msk salthnetur
1 msk graskersfræ
(einnig má nota önnur fræ og hnetur)
e.t.v ferskt óreganó eða aðrar kryddjurtir
eftir smekk

Hitaðu ofninn í 200°C. Flysjaðu gulræturnar og skerðu þær í sneiðar. Saxaðu laukinn og hvítlaukinn. Settu þetta í steypujárnspott ásamt ólífuolíu, kóríanderdufti, pipar og salti og hrærðu þar til gulræturnar eru þaktar olíu. Settu pottinn í ofninn, án loks, og bakaðu gulræturnar í 40–45 mínútur. Hrærðu í
þeim þegar tíminn er u.þ.b. hálfnaður. Taktu pottinn úr ofninum og settu hann á eldavélarhellu. Helltu vatninu yfir gulræturnar og hrærðu grænmetiskrafti og túrmeriki saman við. Láttu malla í um 10 mínútur. Taktu pottinn svo af hitanum og láttu súpuna kólna í nokkrar mínútur. Helltu henni svo í matvinnsluvél, e.t.v. í 2–3 skömmtum, og maukaðu hana vel. Einnig má nota töfrasprota. Taktu 2–3 msk af rjóma frá en hrærðu afganginum saman við súpuna, helltu henni aftur í pottinn og hitaðu hana að suðu. Smakkaðu og bragðbættu með pipar og salti eftir smekk – það er gott að pipra súpuna vel.

Berðu súpuna fram í pottinum eða í skál og stráðu salthnetum, graskersfræjum og kryddjurtum yfir. Dreyptu afganginum af rjómanum yfir súpuna í mjórri bunu eða í dropatali.

Verði þér að góðu!

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning