Lilja Sig

Gildran

Handrit að nýrri spennusögu eftir verðlaunahöfundinn Lilju Sigurðardóttur, Gildran, hefur nú þegar verið selt til hins mikilsmetna franska forlags Métailié sem einnig gefur út Arnald Indriðason, Árna Þórarins, Guðberg, Steinar Braga og Eirík Örn Norðdahl. Bókin gerist á árunum eftir hrun og segir sögu Sonju sem leiðist út í kókaínsmygl til þess að halda fjölskyldunni á floti. Í sífelldri baráttu sinni við Braga, reynslumikinn tollvörð á leið á eftirlaun, neyðist hún til þess að finna sífellt hugmyndaríkari leiðir til þess að koma eiturlyfjunum á áfangastað en eins þarf hún að finna leið úr gildrunni sem undirheimarnir hafa komið henni í.

Við bjóðum Lilju velkomna í Forlagsfjölskylduna og hlökkum til að deila nýju bókinni með ykkur í haust.

INNskráning

Nýskráning