Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson

Furðusagnaþing í Norræna húsinu

Höfundar verðlaunabókarinnar Hrafnsauga, Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, standa á föstudag og laugardag fyrir þingi um furðusögur í Norræna húsinu ásamt Þorsteini Mar Gunnlaugssyni, en saman eru þeir forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins. Þar verður fjallað vítt og breitt um þessa bókmenntagrein sem notið hefur vinsælda um áratugaskeið og er fyrst nú að ná verulega góðri fótfestu meðal íslenskra höfunda.

Þremenningarnir segja í viðtali við Fréttablaðið að umræðan um furðusögur hafi fram að þessu verið lítil hér á landi en áhuginn sé sannarlega til staðar: „Við settum til dæmis laggirnar hóp Facebook þar sem fullt af fólki kom og spjallaði um furðusögur og það er greinilega eftirspurn eftir málþingi sem þessu.“

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði þeir sem eru vel lærðir fræðunum og þeir sem eru rétt að dýfa tánum heim furðusagna. Forlagið hvetur furðusagnalesendur á öllum aldri að sækja þingið, hlýða á fróðleg erindi og heyra brot úr nýútkomnum bókum.


FÖSTUDAGUR

15.00 Setning / 15.10 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir – Furðusögur í íslenskum heimi / 15.40 Marta H. Magnadóttir og Birgitta E. Hassel – upplestur og umfjöllun um Rökkurhæðir / 16.00 Hlé / 16.15 Ármann Jakobsson – Upphaf íslensku vísindaskáldsögunnar / 16.45 Kristján Már Gunnarsson – upplestur: Síðasta frelsið / 17.00 Björn Pór Vilhjálmsson – H.P. Lovecraft á íslensku / 17.30 Emil Hjörvar Petersen –upplestur: Saga Eftirlifenda / 17.45 Hlé / 18.00 Þorsteinn Mar – Stafrænar furðusögur / 18.30 Einar Leif Nielsen – upplestur: Hvítir múrar borgarinnar / 19.00 Fundarslit

LAUGARDAGUR

15.10 Særún Magnea Samúelsdóttir: Fantasía Kjalnesingasögu / 15.30 Gunnar Theodór Eggertsson – upplestur: Steinskrípin / 15.50 Hlé / 16.00 Emil Hjörvar Petersen – Norræn goðafræði í fantasíum / 16.30 Hildur Knútsdóttir – upplestur: Spádómurinn / 16.50 Ragnheiður Gestsdóttir – Furðusagan sem spegill veruleikans / 17.20 Kjartan Y. Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson – upplestur: Hrafnsauga / 17.50 Hlé / Almennar umræður

INNskráning

Nýskráning