Fríða Ísberg hlýtur Bókmenntaverðlaun Per Olov Enquist

Fríða Ísberg hlýtur Bókmenntaverðlaun Per Olov Enquist í ár. Verðlaunin eru veitt ungum höfundum sem eru að skapa sér nafn í Evrópu og hafa verið veitt árlega síðan 2004. Aðeins einn íslenskur höfundur hefur áður hlotið þau, en það var Jón Kalman Stefánsson árið 2011.

Umsögn dómnefndar er svohljóðandi:

„Fyrsta skáldsaga Fríðu Ísberg sýnir bæði ljóðskáldið og smásagnahöfundinn með því hvernig hún rannsakar viðfangsefnið og afhjúpar sögu sína smám saman. Stíllinn er aðdáunarverður, hver setning bætir við einhverju nýju, hverjar samræður valda breytingum í andrúmsloftinu. Með næma sýn á samtímann og sannfærandi persónusköpun tekur Fríða Ísberg stórt skref með skáldsögu sinni Merkingu.“

Fríða er fædd 1992 og hefur markað sér sess sem einn merkasti höfundur sinnar kynslóðar á Íslandi og víðar. Við óskum Fríðu innilega til hamingju!

INNskráning

Nýskráning