Arnaldur

Frakkar heiðra Arnald Indriðason

Sumardaginn fyrsta var Arnaldur Indriðason sæmdur frönsku riddaraorðunni fyrir listir og bókmenntir, Chevalier des Arts et des Lettres.

Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum að viðstöddu fjölmenni. Sendiherra Frakka á Íslandi, Philippe O‘Quin, afhenti Arnaldi orðuna fyrir hönd franska ríkisins. Í ræðu sinni talaði O‘Quin m.a. um hve hátt Arnaldur væri skrifaður í Frakklandi en bækur hans, í þýðingu Eric Boury, hafa selst þar í milljónavís og verma undantekningarlaust metsölulistana.

Til lukku elsku Arnaldur!

INNskráning

Nýskráning