Bókin okkar

Frá hugmynd að bók

Í október síðastliðinn hófst tilraunaverkefnið „Frá hugmynd að bók“. Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, var frumkvöðullinn að verkefninu en markmið verkefnisins var að efla áhuga barna á lestri með því að kynna þeim fyrir útgáfuferli bóka.

Nemendur í 6. bekk í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu og þann 5. júní kom út Bókin okkar sem inniheldur frumsamdar sögur, ljóð og teikningar. Í ferlinu fengu krakkarnir m.a. þekkta rithöfunda í heimsókn sem töluðu um sína reynslu af ritstörfum. Börnin kynntust einnig öðrum hliðum bókaútgáfu þegar þau heimsóttu bókalagera og prentsmiðjur.

Verkefnið endaði loks með útgáfu bókar sem nemendurnir skrifuðu sjálfir yfir nokkra mánaða skeið. Bókin hlaut nafnið „Bókin okkar“. Næsta haust verður stefnt á að stækka verkefnið þar sem árangurinn í Grandaskóla var gífurlegur. „Frá hugmynd að bók“ hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundasvið sem og tilnefningu Heimils og skóla.

Þórhildur sagði frá verkefninu í Víðsjá í gær en hér má hlusta á þáttinn.

INNskráning

Nýskráning