Bækur á bókamessu

Forlagið í Frankfurt

Í síðustu viku fór fríður hópur frá Forlaginu á bókamessuna í Frankfurt. Helmingur hópsins hljóp á milli erlendra útgefenda og skoðaði girnilegar bækur sem koma til greina fyrir útgáfu á Íslandi. Þessir einstaklingar munu næstu dagana fá senda tugi bóka sem þarf að lesa og skoða betur fyrir íslenskan markað.

Hinn helmingurinn sat sem fastast í íslenska básnum og tók á móti erlendum útgefendum sem hafa áhuga á að gefa út þýðingar á íslenskum skáldverkum. Þær Úa og Vala voru þar í fararbroddi  og áttu þær hvorki meira né minna en 200 fundi á meðan messunni stóð.

Íslenski básinn sló í gegn fyrir frumlegar og flottar skreytingar sem voru gerðar af Alexöndru Buhl, hönnuði hjá Forlaginu. Básinn laðaði til sín urmul heillaðra messugesta sem ýmist tóku myndir af listaverkunum eða buðu gull og græna skóga til að eignast þau.

Alltaf fjör á bókamessu!

INNskráning

Nýskráning