Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin – lesið úr tilnefndum bókum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna á Íslandi, voru tilkynntar á dögunum en næstkomandi laugardag, hinn 13. desember, verður lesið úr öllum níu verkunum í Hannesarholti.

Upplesturinn fer fram milli 12 og 14 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig í Hannesarholt og hlýða á.

Tilnefndar voru:

Fagurbókmenntir
Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur

Barna – og unglingabókmenntir
Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur
Á puttanum með pabba eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Saga þeirra, saga mín, eftir Helgu Guðrúnu Johnson
Kjaftað um kynlíf eftir Siggu Dögg
Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hannesarholts.

INNskráning

Nýskráning